Kvígurnar og dyntirnir í þeim

Maður er að reyna að sæða kvígurnar með nautum af nautastöðinni, en annaðhvort eru þær svona góðar með sig (og vilja almennilegan dr... ) því að þær halda illa á því sæði, en svo ef við látum Akur (eða það þarfanaut sem við eigum hverju sinni)  klára dæmið þá er í allt í lukkunar velstandi.  Kannski vilja þær bara prufa náttúrulega aðferð einu sinni, því þeirra örlög eru að húka með hinum kúnum það sem eftir er ævinnar.

Þetta var nú formálinn á því sem nú byrjar. 

Hún Króna mín nr. 381 átti kvígu um daginn, undan Akri.  Hún var nefnd Iðunn.  

Tígla bar kvígu undan Akri.  Hún var nefnd Frigg.

Kleina bar kvígu undan Akri.  Hún var nefnd Freyja.

Eins og glöggir lesendur hafa nú gert sér í hugarlund, þá hef ég verið að lesa goðafræði fyrir börnin mín fyrir svefninn.  Þar sem ég er svo mikið fyrir nafnaþema í fjósinu, þá sjáið þið að nú eru gyðjunöfn í gangi.  Jafnvel verða goðin máski kvengerð og kvígur skírðar Óða, Þóra og Loka.  En það kemur í ljós hversu margar fæðast það sem eftir er árs.

Ein  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband