Í amstri dagsins.

Í dag ætlaði skólinn að hafa útivistardag.   Sumir í fjallgöngu aðrir á jörðu niðri.  Hér er svartaþoka og rigning.  Börnin mín voru velútbúin fyrir rigningu, en vonandi hafa þau ekki farið mikið inní þokuna.   Tryggvi skrapp á rúntinn til Hvolsvallar eldsnemma í morgun og ætlar að koma heim í kvöld.  Hann er að sækja kornvals sem við vorum að kaupa af bónda þar í nágrenninu.  Marteinn frændi hans fór með honum.   Ætli þetta sé góður dagur fyrir tiltekt ?  Eða á maður bara að huga að búfénaðinum.  3 kýr fara á sláturhús í dag.  Ég er nú hætt að syrgja þær, nema um eitthvað sérstakt uppáhald sé að ræða.  Fyrstu árin grét ég þegar kýr þurfu að fara en svo komst ég yfir þessa tilfinningasemi, enda hætt að hugsa um kýrnar sem gæludýr.    Jæja, best að hætta þessu hangsi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá þér að vera byrjuð að blogga elsku frænka.  Gaman að lesa hugrenningar þínar :) Skilaðu Risaknúsi á uppáhalds frænku mína og frænda. Kveðja, Aldís.

Aldís (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband